Matur og drykkur
Metnaðarfullir veitingastaðir frá mörgum af bestu matreiðslumönnum landsins. Úrval matar og drykkja úr öllum heimshornum, fyrir hvert tilefni.
Ekki bara píla eða karaoke heldur einnig ljúffengar grillsamlokur, hamborgarar, kjúklingur og fleira.
Bragð, umhverfi, vellíðan.
Akur skapar fullkomin augnablik með ástríðu fyrir frönskum hefðum og árstíðabundnum feng úr íslenskri náttúru pöruðum með sérvöldum frönskum vínum.
Ekta mexíkóskt taco.
Ferskt, ekta mexíkóskt Taco og Quesadillas. Fuego er þekktur fyrir Pescado fiski-tacoið sitt og eini staðurinn á Íslandi sem býður alvöru Al Pastor.

Hleyptu bragðlaukunum á flug.
Nýr veitingastaður með áherslu á fransk-asíska matargerð frá íslensku sjónahorni. Heillandi veisla fyrir augað og bragðlaukana.
Ferskt og framandi.
Gómsætar Poké skálar frá Hawaii með sushi hrísgrjónum, hráum fiski, tofu, kjúklingi eða öðru kjöti, toppaðar með ferskum ávöxtum, grænmeti og sósum.
New York pizzur frá Flatey.
Glóðheitar pizzur að hætti New York búa frá pizzuunnendunum sem standa að Flatey Pizza ásamt frábæru úrvali af vönduðum kraftbjórum.
Hlýir vindar frá Ítalíu.
Ítalskur veitingastaður og vínbar með það besta frá Ítalíu. Vínbarinn býður eingöngu hágæða vín frá framleiðandanum Zenato í hjarta Valpolicella.
BRAND er nýr systurstaður BÁL, vín og grill bar sem notast við japanskt Robata kolagrill sem nær allt að 800°C og gefur matnum einstakt kola-grill bragð.
Ekta açaí skálar með açaí grunni sem kemur frá Brasilíu, sínu upprunalandi og eru lífrænt vottaður. Sannkölluð ofurfæða.