
Hópabókanir
Hægt er að bóka borð fyrir hópa á Hafnartorgi Gallery.
Tekið er við pöntunum fyrir að lágmarki 10 manns og að hámarki 40 manns. Hægt er að óska sérstaklega eftir aflokuðu svæði, en það svæði rúmar að hámarki 35 manns í sæti. Svæðið sem um ræðir er við veitingastaðinn La Cuisine. Svæðið er bæði hægt að hafa opið eða afmarka með tjöldum. Þetta gefur möguleika fyrir hópa að vera í fullkomnu næði eða með opið inn á veitingasvæðið, alveg eins og hentar best hverju sinni.
Bókanir fara fram með því að senda tölvupóst á bokanir@hafnartorggallery.is

Matarmiðar
Við bjóðum einnig upp á matarmiða sem hentar mörgum hópum vel en eru þó óháðir hópabókunum, þ.e.a.s. allir geta keypt matarmiða þrátt fyrir að vera ekki hluti af hópabókun. Matarmiðar gilda fyrir máltíð og drykk. Þetta eru þær fjórar týpur matarmiða sem við bjóðum upp á og verðin á þeim:
- Takmarkaður matarmiði + gos - 4600 kr.
- Takmarkaður matarmiði + húsvín/bjór - 5750 kr.
- VIP miði: Hvað sem er af matseðli + gos - 8650 kr.
- VIP miði: Hvað sem er af matseðli + húsvín/bjór - 9750 kr.
Hægt er að skoða hvað takmörkuðu miðarnir bjóða upp á hér: https://www.hafnartorggallery.is/en/foodtickets
Hægt er að panta matarmiða og fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á hafnartorg@heimar.is
Ath. Lágmarkspöntun á matarmiðum eru 20 stk.
Matarmiðar afhendast öllu jafna á þjónustuborði Smáralindar eftir að reikningur hefur verið greiddur. Ekki er hægt að greiða á staðnum.