Beint í efni

Um Hafnartorg

Hafnartorg státar af úrvali verslana og miklum fjölda þekktra alþjóðlegra og íslenskra vörumerkja ásamt völdum stöðum sem bjóða veitingar fyrir öll tilefni.

Byggðin við Hafnartorg myndar sjálfbært, heilsteypt hverfi með alþjóðlegum brag en séríslenskum einkennum. Íbúðir, atvinnuhúsnæði, þjónusta, menning og afþreying renna saman í eitt og skapa hringiðu borgarmenningar, mannlíf og lífsgæði sem eiga fáa sinn líka á Íslandi. 

Nánd við hafið, menningarlíf í Hörpu og nágrenni og gömlu miðborgina gerir það að verkum að dagur á Hafnartorgi snýst ekki aðeins um verslun eða veitingar heldur að njóta borgarinnar og alls sem hún hefur að bjóða.

Hafnartorg Gallery er hjarta svæðisins. Þar má finna mannlíf, veitingastaði, verslanir og viðburði allt árið um kring en þangað er beint aðgengi frá bílakjallara Hafnartorgs og Hörpu. Hafnartorg Gallery er því tilvalinn upphafs- og lokapunktur dags á Hafnartorgi; staður til að hitta fólk, hvílast milli áfangastaða og ylja sér á köldum vetrarkvöldum fyrir og eftir menningarviðburði.

Aðgengi að svæðinu er eins og best verður kosið. Undir svæðinu er að finna stærsta og fullkomnasta bílakjallara landsins en leiðir upp í hverfið liggja úr honum á ýmsum stöðum Hafnartorgs auk Hörpu. Frábærar hjóla- og gönguleiðir liggja hvaðanæva að auk mikilvægra biðstöðva Strætó og svo Borgarlínu þegar fram líða stundir.

Kort af svæðinu

1. Akur 2. Fuego 3. Kualua 4. Black Dragon 5. 66° Norður 6. Smjör 7. Brand 8. The North Face 9. Casa 10. KOFI gallerí 11. La Trattoria 12. Neó 13. Maikai 14. Skor 15. Collage the Shop 16. Collections 17. Reðasafnið 18. H&M + H&M Home 19. Cos 20. Iurie Fine Art 21. Mikado 22. Levi's 23. Ungfrú Reykjavík 24. Joe and the Juice 25. GK Reykjavík 26. Optical Studio 27. Michelsen 28. Bioeffect 29. Lyfja 30. Reykjavík Konsúlat Hotel

DRAGA