Beint í efni

Húsreglur á Hafnartorgi Gallery

Markmið reglnanna er að tryggja öruggt og þægilegt umhverfi fyrir viðskiptavini, gesti og
starfsfólk.


1. gr. Almennt
Skylt er að ganga vel um húsakynni Hafnartorgs Gallery.

2. gr. Tillitssemi
Hverjum og einum ber að taka tillit til annarra gesta Hafnartorgs Gallery í hvívetna.

3. gr. Hjól
Öll notkun á hjólum (reiðhjól, hlaupahjól, rafhlaupahjól og annarskonar hjól) innanhúss er
bönnuð. Leggja skal hjólum utandyra þannig að þau hindri ekki för annarra vegfarenda, valdi
óþægindum eða skapi slysahættu. Hjólum skal ekki lagt fyrir inngöngum.

4. gr. Hundahald
Hundar eru leyfðir í Hafnartorgi Gallery nema á háannatímum, sem er alla daga eftir klukkan
18:00.
Hundaeigendur skulu hafa hunda í taumi og bera ábyrgð á umgengni þeirra.
Starfsfólki er heimilt til að vísa hundum út vegna ofnæma annarra gesta, hávaða eða annars
ónæðis sem kann að hljótast af hundunum.

5. gr. Reykingar
Allar reykingar (þar með taldar rafsígarettur eða sambærilegur búnaður hverskonar) eru
óheimilar í Hafnartorgi Gallery og við innganga staðarins.

6. gr. Aldurstakmark
Í Hafnartorgi Gallery er 20 ára aldurstakmark eftir klukkan 22:00.
7. gr. Þjófnaður og skemmdarverk
Bannað er að skemma eða stela eignum Hafnartorgs Gallery, eignum leigjenda Hafnartorgs
Gallery og/eða viðskiptavina. Hverskonar spjöll geta leitt til bótaskyldu og þjófnaður kærður til
lögreglu.

7. gr. Þjófnaður og skemmdarverk
Bannað er að skemma eða stela eignum Hafnartorgs Gallery, eignum leigjenda Hafnartorgs Gallery og/eða viðskiptavina. Hverskonar spjöll geta leitt til bótaskyldu og þjófnaður kærður til lögreglu.

8. gr. Sala og markaðssetning
Óheimilt er að selja, dreifa eða markaðssetja vöru eða þjónustu án leyfis stjórnenda Hafnartorgs Gallery.

9. gr. Upptökur og myndataka
Óheimilt er að taka myndir og/eða myndbönd til opinberrar birtingar án samþykkis stjórnenda Hafnartorgs Gallery.

10.gr. Öryggi
Hafnartorg Gallery á að vera öruggur staður fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Áreitni, ofbeldisfull eða ósæmileg hegðun, þar með talið blótsyrði, öskur eða önnur hegðun sem getur talist truflandi, í garð viðskiptavina, gesta og/eða starfsfólks er með öllu óheimil.

11. gr. Brot á húsreglum
Brot á reglum þessum geta leitt til brottvísunar úr Hafnartorgi Gallery, eftir atvikum með aðstoð lögreglu.

Brot á reglum þessum, tjón og hvers konar spjöll geta leitt til bótaskyldu.

DRAGA