Við gosið
ljósmyndir Sigurgeirs Jónassonar
18. ágúst - 3. september 2023
IS// Áræðinn og frakkur stóð Sigurgeir Jónasson (f. 1934) andspænis eldgosinu í Heimaey og myndaði það sem fyrir augum bar. Hann segist sjálfur ekki hafa hugsað rökrétt, náttúran var í aðalhlutverki og hann vissi að hlutverk hans var að mynda atburðinn og framvinduna. Sigurgeir fæddist í Vestmannaeyjum, sleit barnsskónum þar og hafði reist sér hús í austurbænum, nálægt höfninni, þar bjó hann þegar gosið hófst. Engan óraði fyrir þeirri atburðarrás sem hófst eftir miðnætti og enginn vildi hugsa þá hugsun til enda ef byggð myndi leggjast af. Sýningin Við gosið sýnir valdar myndir Sigurgeirs af gosinu í Heimaey árið 1973.
“Það er vandasamt verk að velja myndir af gosinu úr safni Sigurgeirs en það hleypur á þúsundum ljósmynda. Hann hefur skrásett hluta af heildarsafninu en í heildina telur það milljónir mynda. Sigurgeir valdi að vera eftir í Eyjum, vera við gosið og sendi fjölskylduna upp á land þegar gosið hófst enda átti það hug hans allan. Það er aðdáunarvert að sjá hvernig Sigurgeir aðskildi sig frá verkefninu en nýtti styrkleika sína við tökur. Hann þekkti hvern hól, hvert hús, veðrið og náttúru Eyjanna og tókst á við verkefnið af fagmennsku, segir Vala Pálsdóttir sýningarstjóri.
Sigurgeir myndaði gosið þar til því lauk í júlí sama ár, á meðan dvaldi fjölskylda hans í Reykjavík. Hraunið tók heimilið hans en sjálfur vann Sigurgeir á flugvellinum milli þess sem hann tók myndir. Fjölskyldan flutti aftur til Eyja og þau reistu sér nýtt hús ofar í bænum. Sigurgeir býr enn í Vestmannaeyjum og myndavélin er aldrei langt undan.
Sýningin Við gosið í Hafnartorgi Gallery sýnir valdar myndir Sigurgeirs af gosinu, þ.á.m. eina af frægustu myndum Sigurgeirs, Landakirkju með eldhafið að baki sér. Við gosið er hluti af dagskrá Menningarnætur Reykjavíkur en Vestmannaeyjabær er heiðursgestur Reykjavíkurborgar af tilefni af 50 ára gosafmæli. Vestmannaeyjabær þakkar Reginn fasteignarfélagi fyrir gott samstarf og fyrir að hýsa sýninguna á Hafnartorgi.
Um Sigurgeir
Sigurgeir Jónasson (f. 1934) hefur mundað myndavélina í tugi ára. Hann hóf ungur að árum að taka ljósmyndir og þá fyrst og fremst af viðburðum er áttu sér stað í Vestmannaeyjum. Elstu varðveittu myndir Sigurgeirs eru frá því hann var aðeins 13 ára gamall en myndir hans birtust fyrst í landsmálablöðunum í ágúst 1958, í Tímanum, fyrir réttum 65 árum. Allt frá þeim tíma hefur Sigurgeir fengist við fréttaljósmyndun fyrir dagblöð og tímarit og eru margar mynda hans ómetanlegar heimildir um viðburði í sögu Vestmannaeyja svo og sögu Íslands. Meðal margra frægra mynda er mynd Sigurgeirs af eldsupptökum Surtsey þar sem eldingum sló niður. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sigurgeirs: https://www.sigurgeir.is.
Frekari upplýsingar veitir Vala Pálsdóttir, valapals@gmail.com, gsm 858 0998.
EN//
Bold and determined, Sigurgeir Jónasson (b. 1934) faced the volcanic eruption in Heimaey and photographed what was in front of him. He himself says that he did not think logically, nature was in the main role and he knew that his role was to capture the event and the progress. Sigurgeir was born and raised in Vestmannaeyjar and had built a house in the eastern town, near the harbor, where he lived when the eruption began. No one expected the sequence of events that started after midnight, and no one wanted to think that thought to the end if the town would be erased. The exhibition By the eruption shows Sigurgeir's selected photos of the eruption in Heimaey in 1973.
"It is a difficult task to choose pictures of the eruption from Sigurgeir's collection, but it counts thousands of photographs. He has cataloged part of the entire collection, but in total it counts millions of images. Sigurgeir chose to stay on the island, to be with the eruption, and sent his family ashore when the eruption began, as it was all on his mind. It's admirable to see how Sigurgeir separated himself from the project but used his strengths while filming. He knew every hill, every house, the weather, and the nature of the islands and handled the project professionally“, says curator Vala Pálsdóttir.
Sigurgeir photographed the eruption until it ended in July of the same year, while his family stayed in Reykjavík. The lava took his home, but Sigurgeir himself worked at the airport in between taking pictures. The family moved back to Vestmannaeyjar and they built a new house higher up in town. Sigurgeir still lives in Vestmannaeyjar and the camera is never far away.
The exhibition By the eruption in Hafnartorg Gallery shows selected pictures by Sigurgeir of the eruption, including one of Sigurgeir's most famous pictures, Landakirkja church with the sea of fire behind it. The eruption is part of Reykjavík's Cultural Nights program, but Vestmannaeyjar is the city of Reykjavík's guest of honor on the occasion of the 50th anniversary of the eruption.
About Sigurgeir
Sigurgeir Jónasson (b. 1934) has loved the camera for dozens of years. He started taking photographs at a young age, primarily of events that took place in Vestmannaeyjar. Sigurgeir's oldest preserved pictures are from when he was only 13 years old, but his pictures first appeared in the national newspapers in August 1958, in Tíminn, exactly 65 years ago. Ever since that time, Sigurgeir has been involved in news photography for newspapers and magazines, and many of his photos are invaluable sources of events in the history of Vestmannaeyjar as well as the history of Iceland. Among the many famous pictures is Sigurgeir's picture of Surtsey fire scene where lightning struck.
More information can be found on Sigurgeir's website: https://www.sigurgeir.is.
More information is provided by Vala Pálsdóttir, valapals@gmail.com, mobile 858 0998.