Til hafnar / To harbour
18. -20. ágúst 2023
ISL//
Sjóndeildarhringurinn í Til hafnar hverfist um sameiginlega upplifun, áþekkta sjávarsýn. Þótt sjónarhorn og skynjun verði alltaf huglæg, er áhugavert að hugsa um að við eigum í samskonar sambandi við hafið. Það er einfaldlega sjór, himinn og bátur. Bátar hafa ævinlega verið og eru enn lífæð Vestmannaeyja og daglega má sjá báta koma eða fara á sjó. Umhverfi bátsins er oft og tíðum harðneskjulegt, ekki ætlað hverjum sem er, en engu að síður, á lygnum sjó, í kröppum dansi eða í sjávarháska, þá halda bátarnir ótrauðir út á haf.
Hvorki fyrr né síðar hafa Vestmannaeyingar verið fluttir yfir hafið líkt og gerðist á dimmri nóttu þann 23. janúar 1973. Enginn sá það fyrir. Allt að 80 skip og áhafnir sigldu með tæplega fimm þúsund íbúa til hafnar í Þorlákshöfn undir drunum og birtu frá eldgosinu í Heimaey. Þetta kvöld urðu bátarnir líflína bæjarbúa.
Sú hugmynd að nota báta í verkefnið kom fram í samtali Joe Keys og Völu Pálsdóttur fyrir nokkrum árum. Samtalið hefur haldið áfram, kannski í leit að ákveðnum tíma og stað. Með sameiginlegum fagurfræðilegum áhuga á bátum og þá reynslu að hafa alist upp í nálægð við hafið og báta, héldu Joe og Vala hugmyndinni á lofti með samtali. Til hafnar hefur nú fundið sinn stað, í gegnum hinn margbrotna atburð, eldgosið á Heimaey.
Sýningin Til hafnar, opnar föstudaginn 18. ágúst í Hafnartorg Gallery, Austurbakka. Sýningarstjórar eru Joe Keys og Vala Pálsdóttir. Vestmannaeyjabær er heiðursgestur Reykjavíkurborgar í ár og er sýningin Til hafnar hluti af dagskrá Menningarnætur. Vestmannaeyjabær þakkar Reginn fasteignarfélagi fyrir gott samstarf og fyrir að hýsa sýningarnar á Hafnartorgi.
Opnunartímar sýningarinnar verða: föstudagur 18. ágúst klukkan 16-18 , laugardagur 19. ágúst klukkan 12-17 og sunnudagur 20. ágúst kl. 12-15.
Frekari upplýsingar veita Joe Keys, joekeys1795@gmail.com, gsm 775 6562 og Vala Pálsdóttir, valapals@gmail.com, gsm 858 0998.
EN//
The horizon line in To Harbour nods to a collective experience, a shared seascape. Whilst perspective and perception will always be subjective, it is interesting to think of our relationship to the sea being a collective one. Simply, there is sea, sky, and boat. Boats have been and still are the lifeblood of Vestmannaeyjar and daily, one will see boats coming or going to sea. The boat exists in an unforgiving environment, not meant for us, but for better or worse, survival or death we take to the sea.
Never before or ever after have the people of Vestmannaeyjar been taken out to sea as they were in the dark night of January 23rd 1973. It was unforeseen. Up to 80 ships and their crews brought almost five thousand inhabitants to harbor in Þorlákshöfn under the sound and light of the eruption in Heimaey. That night the boats became the lifeline for the people of Vestmannaeyjar.
The idea of using boats in a project was brought up in a conversation a couple of years ago between Joe Keys and Vala Pálsdóttir. The conversation has continued, perhaps in a search for a certain time and place. With a shared aesthetic appreciation for boats, growing up being around water and boats, Joe and Vala kept the idea alive through conversation. To Harbour has now found its place, through the fascinating event of the eruption in Heimaey.
The exhibition To Harbour opens on Friday, August 18, at Hafnartorg Gallery, Austurbakki. Curated by Joe Keys and Vala Pálsdóttir. Vestmannaeyjabær is the guest of honor at the Cultural Night this year, and the exhibition To Harbour is part of the Cultural Nights program.
The opening hours of the exhibition are: Friday 18 August at 16-18, Saturday 19 August at 12-17 and Sunday 20 August at 12-15.
For further information, please contact Vala Pálsdóttir, valapals@gmail.com.