
Thomsen Reykjavík
Thomsen Reykjavík
Thomsen Reykjavík er nýtt, íslenskt fatamerki og verslun sem opnaði í nóvember 2024 á Hafnartorgi.
Þau sérhæfa sig í klassískum og tímalausum fatnaði úr vönduðum efnum, með áherslu á fágun, þægindi og skandinavískan stíl. Markmið þeirra er að bjóða upp á vandaðar og endingargóðar flíkur sem viðskiptavinir geta notið um árabil.
Í versluninni er að finna fjölbreytt úrval fatnaðar, þar á meðal jakkaföt, peysur, skyrtur, yfirhafnir og yfirskyrtur. Þeir bjóða einnig upp á sérsaumuð jakkaföt. Auk fatnaðar má finna ilmvötn, skó og ýmsa fylgihluti eins og derhúfur, húfur, sokka, trefla og töskur.

Thomsen Reykjavík er staðsett á Tryggvagötu 21, Hafnartorgi.
Skoða vefsíðu Thomsen Reykjavík hér.