Beint í efni

Hið íslenzka reðasafn

Hið íslenzka reðasafn

Reðasafnið er einstakt safn í Reykjavík sem er tileinkað safnkosti af reðum dýra. Það er eitt af fáum söfnum í heiminum sem fjallar um slíkt efni. Safnið var stofnað árið 1997 af Sigurði Hjartarsyni sem byrjaði að safna reðum árið 1974. Með tímanum óx safnið og inniheldur nú sýnishorn af reðum úr yfir 200 tegundum dýra, bæði sjávar- og landdýra.

Á safninu má sjá reður úr mörgum mismunandi tegundum, þar á meðal frá hvölum, hreindýrum, höfrungum og jafnvel mönnum. En hápunktur safnins er mannsreður sem var gefinn til safnins eftir lát gjafans.

Safnið er þekkt fyrir að vera fræðandi og skemmtilegt þar sem blandað er saman vísindum og húmor til að kynna viðfansefnið. Á staðnum er einnig kaffihús sem býður upp á óhefðbundnar og skemmtilegar veitingar, þar á meðal hinar vinsælu reðavöfflur sem endurspeglar húmorinn og einstöku efnistökin sem safnið er þekkt fyrir.

Reðasafnið - Hafnartorg
Reðasafnið - Hafnartorg

Hið íslenzka reðasafn er staðsett á Kalkofnsvegi 2, Hafnartorgi.

Skoða vefsíðu Reðasafnsins hér.

DRAGA