
La Cuisine
La Cuisine
La Cuisine býður upp á franska og alþjóðlega rétti með áherslu á ferskleika og gæði. Á matseðlinum má finna fjölbreytt úrval af réttum en þar má meðal annars nefna steikur, franska lauksúpu, "moule frites" sem er skelfiskur í hvítvínssoði með frönskum.
Eftirréttirnir eru ekki síðri, frönsk súkkulaðikaka ög önnur sætindi. Mikil áhersla er lögð á úrval af gæðavínum frá Frakklandi, Ítalíu og öðrum vínræktarsvæðum sem parast vel með réttum staðsins.
La Cuisine skapar afslappaða og hlýja stemningu fyrir bæði hádegisverð og kvöldverð, með réttum sem henta fjölbreyttum smekk.

La Cuisine er staðsett á Hafnartorgi Gallery, Geirsgötu 17.
Skoða vefsíðu La Cuisine hér.