Beint í efni

HönnunarMars á Hafnartorgi

Hafnartorg er stoltur styrktaraðili HönnunarMars en hátíðin fer fram dagana 24. - 28. apríl. Hátíðin hefur farið fram árlega síðan 2009 og hefur Reginn verið bakhjarl hátíðarinnar síðan 2020.

Hafnartorg er aðal sýningarkjarni hátíðarinnar, þungamiðja fyrir gesti sem gefst þar tækifæri til að upplifa framúrskarandi hönnun í miðborgarhverfi Reykjavíkur þar sem fjölmargar sýningar hátíðarinnar verða staðsettar.

Hér að neðan getur þú kynnt þér þær sýningar sem verða á Hafnartorgssvæðinu.

66°Norður x Ýrúari - Smá flís - HönnunarMars á Hafnartorgi
66°Norður x Ýrúari - Smá flís

Í samstarfi við 66°Norður gefur Ýrúarí gölluðum peysum frá vörumerkinu nýtt líf með því að móta bætur úr afskornum efnisbútum úr framleiðslu fyrirtækisins.

Sjá meira

RANRA - Uppskera

RANRA er hönnunarstofa Arnars Más Jónssonar og Luke Stevens sem sérhæfir sig í útivistarfatnaði hönnuðum fyrir náttúru og borgarumhverfið.

Sjá meira

Ranra - Uppskera - HönnunarMars á Hafnartorgi
Sirkus hverdagsleikans - HönnunarMars á Hafnartorgi
Sirkus hverdagsleikans

Stafrænn þrívíddarleikvöllur þar sem hið venjulega verður óvenjulegt. Sýnt á skjám í Hafnartorgi Gallery.

Sjá meira

Samhljómur

Sigmundur Páll Freysteinsson og Halldór Eldjárn sýna seríu af textílverkum frá samstarfsverkefni þeirra „Samhljómur“.

Sjá meira

Samhljómur - HönnunarMars á Hafnartorgi
Anita Hirlekar//Magnea- HönnunarMars á Hafnartorgi
Anita Hirlekar // Magnea

Fatamerkin ANITA HIRLEKAR & MAGNEA fagna opnun nýrrar verslunar á Hafnartorgi.

Sjá meira

Hönnunarverðlaun Íslands

Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi með áherslu á áhrif þeirra á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið allt.

Sjá meira

Hönnunarverðlaun Íslands - HönnunarMars á Hafnartorgi

Aðrar sýningar á Hafnartorgssvæðinu

Sýningin er haldin í tengslum við vinnslu á bókinni Merki Íslands sem mun innihalda samansafn merkja sem hönnuð hafa verið á Íslandi.

Eldri einkennisfatnaður Icelandair fer í aðra hringferð um heiminn, nýtt form og nú með nýtt hlutverk.

Verkefnið “Hljómkassar„ miðar að því að hanna og smíða nýstárlega, stefnuvirka hátalara úr íslenskum efnivið.

Fræðandi leiðsögn um sýningar HönnunarMars fyrir skólahópa, sem vekja forvitni og veita innsýn inn í hugarheim ólíkra hönnuða og faggreina.

Gestum gefst tækifæri til að sjá og upplifa hvert fatahönnuðir framtíðarinnar stefna.

Styrkleikar og veikleikar gervigreindar í sköpunarferlinu eru rannsakaðir. Hvernig parast tæknin við mannlega eiginleika?

Samvinnuverkefni hönnunarteyma tekur fyrir þá hluti og athafnir sem tengjast heimkomu og brottför, móttöku og kveðjustund.

Innsýni fagnar upprennandi íslenskum fatahönnuðum með sýningaropnun á HönnunarMars þriðja árið í röð.

Vettvangur skapaður til þess að fjalla um tækifærin sem felast í að fjárfesta í hönnun og mikilvægi þess.

Þar sem hönnuðum gefst tækifæri á beinum samskiptum við aðila sem annars getur reynst erfitt að ná til. Markmiðið er að veita íslenskri hönnun brautargengi og stækka starfsumhverfi hönnuða.

Samsýning upprennandi hönnuða sem haldin verður í fyrsta skiptið á HönnunarMars í ár.

Við hvetjum öll til að njóta tilverunnar á Hafnartorgi þar sem verslun, menning, matur og drykkur skapa fjölbreytt mannlíf í hjarta Reykjavíkur.

Dagsetning
19. apríl 2024
Deila


















DRAGA