Beint í efni

As We Grow

As We Grow


As We Grow er íslenskt vörumerki, stofnað árið 2013. Innblástur kom frá ferðalagi peysu sem hafði flakkað milli barna í fjölskyldu og vinahóp yfir áratuga skeið án þess að tapa notagildi eða gæðum.
Frá upphafi hefur það verið stefna fyrirtækisins að skapa tímalausar og klassískar vörur sem endast. Hönnun barnafatalínu byggir á sniðum sem duga mun lengur en hefðbundnar stærðir. Silkimjúk áferð og þægindi einkennir fullorðinslínu.

Ávallt er stuðst við hágæða hráefni til að tryggja endingu og sjálfbærni með virðingu fyrir veröld og umhverfi að leiðarljósi.

Flíkurnar eru hannaðar og þróaðar á Íslandi, framleiddar af alúð í Perú og Portúgal, af samstarfsaðilum til margra ára.

As We Grow er staðsett á Hafnarstræti 19, Hafnartorgi.

Skoða vefsíðu As We Grow hér.

DRAGA