
66°Norður
66°Norður
66°Norður er íslenskt fyrirtæki sem hannar, framleiðir og selur útivistarfatnað. Fyrirtækið hét upphaflega Sjóklæðagerðin en 66°Norður kom út frá því að Súgandafjörður er nálægt breiddargráðunni 66 gráður norður og þótti það því við hæfi.
Hans Kristjánsson, sjómaður frá Suðureyri, hóf framleiðslu sjófatnaðar eftir að hafa lært sjóklæðagerð í Noregi. Hann stofnaði Sjóklæðagerð Íslands til að bæta fatnað sjómanna og auka öryggi þeirra.
Í dag er fatnaðurinn frá 66°Norður orðinn vinsæll hversdagsfatnaður á Íslandi og mest af framleiðslunni fer fram í verksmiðjum fyrirtækisins í Lettlandi.

66°Norður er staðsett á Bryggjugötu 7, Hafnartorgi.
Skoða vefsíðu 66°Norður hér.