Beint í efni

COZY BOY:

Becoming Richard

8. desemeber 2022 opnar Sigurjón Sighvatsson sýninguna COZY BOY: “Becoming Richard” í Pop up gallerí Geirsgötu 2-4 og mun sýningin standa yfir til 8. janúar 2023.

Sigurjón Sighvatsson er fyrst og fremst kvikmyndaframleiðandi en hann hefur um árabil tengst listum í margvíslegu formi. Einn angi þess hefur verið ljósmyndun og vinnsla á ljósmyndaverkum, með margvíslegri tækni.

Árið 2021 sýndi hann þau verk fyrst opinberlega einmitt í þessu sama rými á Hafnartorgi. Í þetta sinn eru verkin í sýningunni unnin upp úr útiskiltasýningu hans BECOMING RICHARD, þar sem hann kom fram undir listamanna nafninu COZY BOY. Verkin birtust opinberlega á auglýsingaskjám og strætóskýlum fyrirtækisins Billboard um áramótin 2020/2021. Innblástur verkanna er beint eða óbeint frá ameríska listamanninum Richard Prince. Notast er við litapallettur úr málverkunum Nurse Paintings og Malboro Man Paintings og texta úr Instagram færslum hans.

Þetta er í raun aðlögunarlist þar sem innblásturinn kemur frá þeim listamanni sem er þekktastur fyrir að stunda aðlögunarlist sjálfur.

DRAGA